Þú ert það sem þú klæðist!

Ertu að frásoga eiturefni í gegnum fötin þín? Ertu að stunda sanngjörn viðskipti? Hvað er hægt að gera í því? Fyrsta skrefið er meðvitund, síðan ábyrgð og svo framkvæmd samkvæmt bestu samvisku. Kynntu þér málið!

Þegar þú æfir er mjög líklegt að efnin í fötunum næst húð þinni leysist úr læðingi og fari inn í líkama þinn. Það er nefnilega svo að þegar þú tekur á eru svitaholurnar opnar og blóðflæðið í hámarki. Og því kjöraðstæður fyrir eiturefni að smjúga inn í gegnum húðina og fara á flakk.

Líkt og lífrænn matur er fatnaður úr lífrænum efnum ekki síður mikilvægur fyrir umhverfi okkar og heilsu. Þannig liggur nefnilega í málum að mjög algengt er að venjuleg föt séu uppfull af kemískum dreggjum sem frásogast inn í líkamskerfið okkar, sérstaklega þegar við erum að taka á því.

Það eru hins vegar fáir sem tala um hættuna sem stafar af öllum þessum kemísku efnum sem eru í fatnaði okkar í dag enda svosem ekki á allra vitorði. Það er hins vegar þekkt staðreynd að algengt er að þalöt séu a finna í fatnaði, en það eru m.a. þau efni sem eru notuð til að mýkja plast og þekktir krabbameinsvaldar. Annað efni er formaldehýð sem getur valdið ertingu í húð og augum og jafnvel exemi. Dæmi um hvernig þú getur fundið fyrir formaldehýði er að þig klæjar undan fötunum (sérstalega þegar þau eru ný) og það er einkennileg lykt af þeim. Kemísk efni eru allstaðar nálæg í fataefnum, einkum efni sem eru bakteríudrepandi, eldfim, efni sem draga úr krumpum og efni sem hrinda frá sér óhreinindum. Einnig er afar algengt að meindýraeyði og illgresiseyði sé að finna í bómull. Það er í raun mýgrútur kemískra eiturefna notuð í fataiðnaðinum í dag.

Umræðan um fatnað 10 árum á eftir umræðunni um mat

Umræðan um lífrænan og sanngjarnan fatnað er um það bil á sama stað og umræðan um lífrænan og sanngirnisvottaða fæðu var fyrir áratug. Það er, hún er bara rétt að hefjast (góð umræða um þetta var t.d. í Sunnudagsmorgni Gísla Marteins 23. mars). Nú þegar margir eru farnir að átta sig á kostum þess að þess að klæðast lífrænum fatnaði, fer þó líklega eitthvað að breytast.

Við systur höfum þá trú og sýn að breytingin byrji á jóga, þæginda og íþróttafötunum, því þar eru margir sem hafa tamið sér sterka heilsumeðvitund. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að við ákváðum að beina sjónum okkar að fyrirtæki sem nefnist Prancing Leopard en það er fyrirtæki sem framleiðir jóga/pilates/dans/þægindafatnað úr lífrænt og ekki síst sanngirnisvottaðri fjórofinni bómull. Enda snýst það að æfa og rækta líkama og sál allt um heilsu og njóta lífsins. Þessu er eins farið með fötin, þau snúa líka að heilsu, þægindum og því að vera laus við skaðleg eiturefni.

Af hverju skiptir lífræn bómull máli?

Í hefðbundinni bómull er að finna meira af skaðlegum efnum en í nokkrum öðrum fataefnum. Fyrir hina „óinnvígðu“ má segja að þeir sjái kannski ekki muninn í fljótu bragði. Hitt er annað mál að umhverfis- og heilsuspjöll af völdum bómullarframleiðslu eru ógnvekjandi. Meiri eiturefni í formi meindýraeiturs, sveppaeiturs, laufeyðis, áburðar og illgresiseyðis eru notuð í bómullarframleiðslu en í nokkra aðra fataefnaframleiðslu. Það er staðreynd að 16% allra eiturefna sem notuð eru til fataframleiðslu í heiminum í dag, eru notuð til að framleiða EKKI lífrænt vottaða bómul, þó á einungis 3% af ræktunarlandsvæðum heimsins. Það segir okkur eitthvað.

Það er líka staðreynd að gerviefni eru ekki lífbrjótanleg og hlaðin aukaefnum. Gerviefni og gerviblönduð efni úr jarðolíu eru líklega enn verri vegna áhrifa þeirra á lífríki jarðar. Þau eru meðhöndluð með gúmmíi og plasti til að gera þau teygjanlegri og „verklegri“. Þetta eru gjarnan eldfim efni sem eru mjög skaðleg heilsu okkar og jafnvel krabbameinsvaldandi. Oftar en ekki eru þessi manngerðu efni óslítandi og menga landfyllingar í hundruðir ára eftir förgun. Þetta er heldur óþægileg arfleið til kynslóða framtíðarinnar.

Það skiptir líka máli hvaðan bómullinn kemur!

Fatamerkið Prancing Leopard, notar handtínda lífræna tyrkneskna bómull úr löngum trefjum vegna þess að í henni liggja mestu gæðin. Landsvæðið, jörðin, rakinn, loftslagið; allt er eins og best verður á kosið til blómullarræktunnar og ekki síður vegna þess að þar hefur slík ræktun staðið öldum saman. Bómull þarfnast blandaðs köfnunarefnis í jarðvegingum og víxlræktunnar á móti alfalfa og smára, sem og með öðrum níturbindnandi jurtum. Það kemur í veg fyrir að jarðvegurinn eyðileggist. Bómullinn í Prancing Leopard er því ræktuð við kjöraðstæður.

Þetta er t.d. ekki saga bandarískrar bómullarræktunnar en 90 % bómullarræktunnar þar í landi er erfðabreytt og mjög menguð. Mjög algengt er að bæði þeir sem rækta bómull í Bandaríkjunum og þeir sem búa nálægt bómullarræktarsvæðum eigi við allskyns heilsukvilla að etja. Jarðvegurinn eyðileggst og vatnið mengast einnig vegna notkunnar skaðlegra eiturefna.

Svo er hitt að bómullarbændur fá alltof lágt verð fyrir afurð sína og margir hafa gefist upp fyrir stóru samsteypunum. Þetta er sama sagan og í matvælaiðnaðinum. Þannig er ekki nóg að vera lífrænn heldur þurfa viðskiptin líka að vera sanngjörn og gegnsæ, eins og raunin er í Prancing Leopard. Þar fær auk þess enginn undir 18 ára að koma nálægt framleiðslunni, allir fá sanngjörn laun auk þess sem fyrirtækið lætur sitt af hendi rakna til góðgerðarmála. Þetta finnst okkur til fyrirmyndar!

Þar sem við systur erum sérlega áhugasamar um lífræna ræktun fannst okkur tímabært að hún færi líka að ná til jógafatnaðar -og fatatískunnar almennt – hér á landi. Þar eru ennþá, því miður, margar ófagrar sögur ósagðar.
En við finnum að fólk er að vakna til lífsins.

Framtíðarsýn systra!

Fyrir 10 til 15 árum tróðum við flest öll útivistarfatnaðinum inn í skáp þar sem sást helst ekki til hans á milli þess sem við neyddumst til að nota hann. Í dag er þetta gjörbreytt. Nú er útivistarfatnaður bæði fallegur og mikið notaður (en mætti gjarnan vera umhverfisvænni). Við spáum því að næsta bylting verði í sportfatnaði. Í stað þess að nota flíkurnar eingöngu í jóga förum við jafnvel út að dansa í þeim (og margir hafa þegar gert það) að því tilskyldu að þær séu úr góðum efnum, vel hannaðar og fallegar.

Tögg úr greininni
, , , , ,