Hvítar tennur og hreinn munnur

Munnskolun með olíu (oilpulling) er ævaforn aðferð frá Indlandi sem er sögð bæta tannheilsuna. Olían fjarlægir bakteríur og sýkla sem valda andfýlu og tannskemmdum líkt og munnskol, nema á mun heilbrigðari og umhverfisvænni hátt. Regluleg munnskolun með olíu er einnig sögð gera tennurnar hvítari. Það sakar allavega ekki að prófa.

Munnskolun með olíu

1. Settu 1-2 teskeiðar af kókosolíu upp í munninn. Best er að nota lífræna, kaldpressaða kókosolíu en sólblóma- og ólívuolía eru einnig góðar. Ef vill má setja 1-2 dropa af bakteríudrepandi ilmkjarnaolíum, t.d. piparmyntu eða tea tree-olíu með í skeiðina til að auka á áhrifin. Athugaðu þó vel hvort innbyrða megi ilmkjarnaolíuna. 

2. Veltu olíunni til í munninum í 10-20 mínútur. Þessi tími er nægilega langur til að brjóta niður bakteríur en ekki of langur þannig að líkaminn fari að sjúga aftur í sig eiturefnin og bakteríurnar.

3. Skyrptu olíunni í klósettið eða ruslið. Alls ekki kyngja olíunni því að hún er að öllum líkindum full af bakteríum og eiturefnum sem þú vilt losa þig við. Einnig er mikilvægt að skyrpa henni ekki í vaskinn þar sem kókosolían harðnar auðveldlega og getur stíflað frárennslið.

4. Hreinsaðu munninn vel með volgu vatni. Veltu vatninu nokkrum sinnum um í munninum til að hreinsa afganginn af olíunni vel út og skyrptu.

5. Burstaðu tennurnar. Eftir hreinsunina er gott að bursta tennurnar vel og ljúka þannig góðri og hressandi meðferð. Það má svo gera þetta eins oft og þurfa þykir. Hér er einmitt frábær uppskrift af heimagerðu tannkremi.


Heilbrigður lífsstíll

Tögg úr greininni
, , , ,