Kaffi með augum Ayurveda

Er það gott eða slæmt? Fyrir nokkru greindi New York Time Magazine frá því að með því drekka hæfilegt magn af kaffi, getum við dregið úr líkum á sykursýki 2, elliglöpum og minnkað hættu á að fá ýmsar tegundir af krabbameini, og jafnvel, kannski, lifað lengur. En ókostirnir eru (ef þess neytt í óhófi) að það trufli estrogen í líkama kvenna, hækki blóðþrýsting og ýti undir streituhormónið.

En lykilatriðið er; Hvernig veistu hvort kaffi er gott fyrir þig? Systurvísindi jóga, Ayurveda lífsvísindin, gefa áhugaverðar vísbendingar. Fyrir þá sem ekki vita þá upplýsir Larissa Hall Carlson, kennari við Kripalu Schools of Yoga and Ayurveda, sem er virt stofnun í Bandaríkjunum, að hvaða fæða sem er geti ýmist verið heilandi eða unnið gegn manni. Það fari eftir í hvaða ástandi hver og einn er. Kathryn Templeton, stofnandi Himalayan Institute’s Ayurvedic Yoga Specialist, tekur í sama streng. „Jafnvel þótt Ayurveda myndi aldrei mæla með mikilli kaffidrykkju, getur kaffidrykkja við réttar aðstæður og í hófi verið í góðu lagi.“

Hér koma fimm viðmiðunarreglur Ayuerveda til kaffiunnenda:

Þekktu þína Dosu:


Mismunandi líkamsgerðir bregðast ólíkt við kaffi, svo það er lykilatriði að vita nákvæmlega hvaða líkamsgerð þú ert samkvæmt Ayurveda fræðunum. Með augum Ayurveda erum við sett saman úr þremur dosum, eða fíngerði orku sem kallast vata, pitta og kafa en ein tegundin er jafnan ríkjandi hjá hverjum og einum.

Kaffi hefur sérstaklega góð áhrif á kafa líkamsgerðina – en það er hugar/líkamsgerðin sem tengd er vatni og jörð. Merki um kafa ójafnvægi er bjúgsöfnun, þyngdarsveiflur, sinus vandamál, markmiðsleysi og almenn þokutilfinning (það er einmitt gjarnan talað um að talsvert kafa ójafnvægi ríki á Vesturlöndum vegna einhæfs mataræðis). Ef þér líður nokkurn veginn svona, drekktu allavega einn bolla á dag. Kaffi er heitt og þurrt og örvandi eiginleikar þess koma jafnvægi á þessa ríkjandi hlið sem er þung og slímmyndandi.

Fólk sem er hins vegar hátt í pitta (eldur og vatn) eða hátt í vata (loft og eter) í líkamsgerð sinni ættu að vera meira á varðbergi. Ein af grunvallarhugsununum í Ayurveda fræðunum er að líkt eykur líkt. Til dæmis, ef einhver sem er hár í pitta, er þegar við suðumark, tilfinningalega eða líkamlega, ýtir heitt, beiskt kaffið ennþá meira undir hitann. Merki um pitta ójafnvægi eru miklar magasýrur, brjóstviði, húðkláði, dómharka, pirringur og reiði.

Merki um vata ójafnvægi eru hins vegar þurrt hár, þurr húð, harðlífi, svefnleysi, gleymska, þreyta, það vera “speisaður” og jafnvel örmögnum. Við þessar aðstæður hjálpar kaffi ekki.

Fylgdu þessum reglum við kaffidrykkju:

Kafatýpan: Hafðu kaffið svart og sykurlaust. Mjólk eða rjómi eykur slím í líkamanum og sæta leiðir til þyngdaraukingar. Einn bolli á dag kemur meltingunni í lag.

Pittatýpan: Settu sætu út í, helst ekta mablesíróp eða kókossykur en slepptu mjólkinni. Einn góður bolli á dag er hið besta mál.

Vatatýpan: Ef þú ert ekki í ójafnvægi hafðu kaffið þitt sætt og rjómakennt. Það jarðbindur og nærir. Einn góður bollli á dag hentar þá mjög vel.

Best er fyrir allar líkamsgerðirnar að drekka kaffi frá kl. 6.00 til 10.00 á morgni, þegar loftið er kalt, þungt og jörðin blaut. Það eru ríkjandi eiginleikar kafa. Kaffi hitar og örvar og getur rifið sig gegnum stíflur hugans og kveikt á því sem er kallað „agni“, sem er eins og vetrartíminn hér á norðurhveli jarðar samkvæmt Ayurveda. Því þurfum við flest á einhverju að halda sem hitar og örvar. Í raun hefur kaffi læknandi eiginleika, segja Ayurveda sérfræðingarnir, en það þarf bara að nota það rétt.

Hafðu það lífrænt!:

Ayurveda sérfræðingarnir mæla þó eingöngu með kaffi sem er lífrænt. Það er vegna þess að kaffi sem ekki er ræktað eftir lífrænum aðferðum inniheldur eiturefni sem getur valdið „ama“ (eitrun og/eða því að maturinn meltist ekki) en „ama“ merkir einnig samkvæmt fræðunum gróðrastía sjúkdóma.

Mælt er með því að morgunrútínan sé svona (og það á við allar líkamsgerðirnar):

Systrasamlagið

Byrjaðu daginn á glasi af volgu vatni með safa af heilli sítrónu útí (lífrænni að sjálfsögðu). Þessi drykkur örvar „agni og tæmir meltinguna. Þetta tekur um 20 mínútur. Þá er maginn tilbúinn í meira. Borðaðu góðan morgunmat sem samanstendur af ávöxtum, próteini og heilkorni og þar sem nú er vetur er gott að sáldra hitagefandi og örvandi kryddi út á grautinn, t.d. túrmeriki, engiferi eða kanil. Stundum er líka gott að fá sér þeyting með kryddi út í. Nú er komið að kaffibollanum. Haltu þig við það sem hentar þinni líkamsgerð en spurðu um leið: Hvað gerir kaffið fyrir mig?

 

Tögg úr greininni
, , ,